Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 4
Undanfari: STÆ3B05


Nemendur á stærðfræði- og eðlisfræðikjörsviði á haustönn í 3. bekk.

Lýsing á efni áfangans:

Meginefni áfangans er algebra. Helstu efnisþættir eru heiltölureikningur, velröðun, þrepun, leifareikningur, Bezout-jafnan, leifajöfnur, hagnýting leifareiknings, mengjafræði, varpanir, vensl, fjöldatölur, algebrumynstur, grúpur, leifaflokkar, sammótun, baugar, kroppar og Boole algebra. Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð talsverð áhersla á skipulagða og rétta stærðfræðilega framsetningu námsefnisins.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

 • Heiltölureikningur
  • Velröðun, ýmsum þrepunarreglum og frumtölum
  • Deilingu með afgangi og Bezout jöfnunni Leifareikning og leifajöfnum
  • Hagnýtingu leifareiknings, kínversku leifasetningunni og litlu reglu Fermats
  • Mengjafræði, vörpunum, venslum og fjöldatölum
  • Algebrumynstrum
  • Grúpum og leifaflokkum
  • Sammótun
  • Baugum og kroppum
  • Boole algebru og grunnreglum hennar
 • Táknmál og röksemdafærsla stærðfræðinnar
  • Meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar námsefnisins.
  • Skilgreiningum helstu hugtaka og sönnunum reglna í námsefninu.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Heiltölureikningur
  • Sanna reglur með þrepun
  • Nota reiknirit Evklíðs til að finna stærsta samdeili tveggja talna, minnsta samfeldi þeirra og leysa samsvarandi Bézout jöfnu
  • Nota leifareikning og leysa leifajöfnur
  • Hagnýta leifareikning við lausn ýmissa verkefna
  • Vinna með varpanir, veldismengi, vensl og fjöldatölur
  • Vinna með algebrumynstur, hálfgrúpur, grúpur, hlutgrúpur, hliðarmengi, leifaflokka, hringaðar grúpur og sammótun
  • Vinna með bauga og kroppa.
  • Vinna með Boole stærðtákn, Boole föll, framsetningu Boole falla og tengsl þeirra við rökrásir.
 • Táknmál og röksemdafærsla stærðfræðinnar
  • Setja námsefnið fram skv. meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar.
  • Skilja og rita skilgreiningar hugtaka og sannanir reglna.

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
 • Beita gagnrýninni hugsun og skipulögðum aðferðum við lausn yrtra verkefna og þrauta.
 • Geta klætt verkefni, sett fram í mæltu og/eða skrifuðu máli, í stærðfræðilegan búning, leyst þau og túlkað lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni.
 • Átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna.
 • Átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna og geti valið aðferð sem við á hverju sinni.
 • Skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum á viðeigandi hátt.
 • Geta fylgt og skilið viðamikilli röksemdafærslu í mæltu máli og í texta.
 • Geta rakið sannanir í námsefninu og greint hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun.
 • Geta byggt upp eigin sannanir.