Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: ÞÝS/FRA 3A05


Lýsing á efni áfangans:

Franskan, fjölbreytni hennar, uppruni og skyldleiki við önnur tungumál verða í öndvegi í áfanganum.  Skoðuð verður þróun frönskunnar frá latínu til dagsins í dag og hvert hún stefnir í ljósi sögunnar..  Tungumálið er þannig sett í stærra samhengi en áður og viðfangsefnin taka mið af því.

Í þessum áfanga er aukin áhersla á frönskumælandi þjóðir víða um heim þar sem nemendur velja sér ákveðin umfjöllunarefni og kynna fyrir samnemendum.  Nemendur vinna að skapandi og hagnýtum verkefnum í samræmi við áhugasvið sitt til að undirbúa þau sem best fyrir háskólanám.  Sem fyrr eru  nemendur hvattir til sjálfstæðra vinnubragða og að þeir nýti sér ýmis hjálpargögn, s.s. orðabækur, málfræðibækur og netið við upplýsinga-öflun.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • Fjölbreytileika frönskunnar og útbreiðslu hennar um víða veröld
 • Uppruna frönskunnar og skyldleika við önnur tungumál
 • Orðsifjafræði
 • Muninn á ólíkum málsniðum
 • Fræðilegum hugtökum sem tengjast efninu

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Bera saman mál mismunandi þjóða og hópa
 • Greina skyldleika mála og þróun
 • Greina uppruna og tengsl orða
 • Greina aðstæðubundna málnotkun
 • Nýta sér fræðieg hugtök í umfjöllun um tungumál
 • Geta nýtt sér viðeigandi hjálpargögn

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Fjalla á fordómalausan hátt um sitt eigið tungumál og annarra
 • Verða víðsýnn í umræðum um mál og málsnið
 • Verða læs á tungumálaauð Evrópu og sérstaklega frönskunnar
 • Öðlast frekari hæfni og sjálftraust til að takast á við frekara tungumálanám
 • Nota fræðileg vinnubrögð við úrvinnslu efnis og nota mismunandi aðferðir við að rannsaka ýmsar hliðar tungumála
 • segja frá eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu
 • miðla á einfaldan hátt efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á í ræðu og riti
 • nýta þekkingu og leikni til að leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
 • þróa með sér aga, metnað, sjálfstæði, jákvæðni og trú á eigin getu

Námsmat:

Nemandi verður að skila öllum verkefnum áfangans til að fá  áfangann metinn til einkunnar. Vinnueinkunn samanstendur af eftirfarandi þáttum: Mæting, virkni í tímum, sjálfstæði í vinnubrögðum og verkefnaskil.

Áskilinn er réttur til breytinga á efni og yfirferð áfangans.