Markmiðið með þessum námsmatsdögum á miðri önn er að:

  • Gefa kennurum og nemendum tóm til að vinna að verkefnum og fara yfir verkefni
  • Skapa samræðu um námsmat milli kennara
  • Veita möguleika fyrir kennara og nemendur til að ræða saman um námsmat, verkefni sem verið er að vinna að eða mat á verkefnum sem hefur verið skilað

Nemendur geta að mestu skipulagt þessa daga hver fyrir sig, til að vinna verkefni eða lesa sér til.

Kennarar geta auglýst viðverutíma svo nemendur geti komið og fengið aðstoð við verkefni eða kallað nemendur í viðtöl vegna námsmats.

Einnig verða mögulega haldin sjúkrapróf vegna prófa/verkefna á önninni en að öðru leyti eru dagarnir ekki hugsaðir fyrir próf.