Skólinn verður settur þriðjudaginn 27. ágúst kl. 09:30 á Hólum en þar er aðalinngangurinn í skólann.  Gert er ráð fyrir að allir nemendur komi að skólasetningu. Forráðamenn eru einnig hvattir til að mæta. Að lokinni skólasetningu er aðalfundur foreldrafélagsins, fundur með umsjónarkennurum og kynning á skólanum fyrir nýnema.