- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Brautinni er ætlað að veita nemendum innsýn í hinar ýmsu greinar sviðslista, s.s. leiklist, dans, söng, skrif og fleiri skapandi greinar. Auk sviðslistaáherslunnar er áhersla lögð á breiða almenna menntun sem veitir góðan grunn fyrir líf og starf og áframhaldandi nám.
Markmið brautarinnar er að nemendur kynnist hinum ýmsu hliðum og störfum innan sviðslistaheimsins og öðlist góða grunnmenntun í sviðslistum. Stúdentspróf af brautinni veitir því bæði markvissan undirbúning til frekara náms á því sviði auk þess sem það veitir nemendum góðan grunn undir almennt háskólanám og ýmis störf.
Almenn inntökuskilyrði eru að nemendur hafi hlotið B eða hærra í ensku, íslensku og stærðfræði á grunnskólaprófi. Ef fleiri sækja um skólann en hægt er að innrita áskilur skólinn sér rétt til að velja þá nemendur sem hann telur hafa bestan undirbúning hverju sinni. Nánar er kveðið á um inntökuskilyrði í skólanámskrá.
Nám á kjörnámsbraut er fyrst og fremst bóklegt og samanstendur af kjarna og vali sem byggist á þeirri sérhæfingu sem nemandinn velur. Skipulagið byggir bæði á bekkjar- og áfangakerfi.
Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat sem fer fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara, í samræmi við skólanámskrá.
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
Námsgrein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | ||
---|---|---|---|---|---|
Danska | DANS | 2AA05 2BB04 | 0 | 9 | 0 |
Enska | ENSK | 2AA05 2BB05 2FV05 3AE05 | 0 | 15 | 5 |
Heilsa, lífsstíll | HEIL | 1HL02 1HN02 1HS01 1HÞ01 1VÖ01 | 7 | 0 | 0 |
Heimspeki | HEIM | 2SA05 | 0 | 5 | 0 |
Íslenska | ÍSLE | 2MÁ04 3FR05 3LB05 | 0 | 4 | 10 |
Leiklist | LEIK | 1GR05 1SF05 2DL05 2RT05 2ST05 3LK05 3LS05 3SA05 3SH05 | 10 | 15 | 20 |
Líffræði | LÍFF | 1GL05 | 5 | 0 | 0 |
Lokaverkefni | LOKA | 3LV05 | 0 | 0 | 5 |
Læsi | LÆSI | 2ME10 2NÁ10 | 0 | 20 | 0 |
Náms- og starfsval | NÁMS | 1AA01 | 1 | 0 | 0 |
Saga | SAGA | 2LL05 2SÖ05 3MG05 | 0 | 10 | 5 |
Siðfræði | SIÐF | 2HS04 | 0 | 4 | 0 |
Stærðfræði | STÆR | 2AJ05 2LÁ05 3FF05 | 0 | 10 | 5 |
Einingafjöldi | 165 | 23 | 92 | 50 |
Námsgrein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | ||
---|---|---|---|---|---|
Franska | FRAN | 1AA05 1BB05 1CC05 | 15 | 0 | 0 |
Þýska | ÞÝSK | 1AA05 1BB05 1CC05 | 15 | 0 | 0 |
Einingafjöldi | 15 | 15 | 0 | 0 |
Nemendur taka 20 einingar í vali, þar af skulu a.m.k. 10 einingar tilheyra sérgreinum brautarinnar. Nemendur þurfa að hafa kröfur aðalnámskrár um hlutföll hæfniþrepa til hliðsjónar við val sitt.
1. haust | 1. vor | 2. haust | 2. vor | 3. haust | 3. vor | |
---|---|---|---|---|---|---|
Danska | DANS2AA05 | DANS2BB04 | ||||
Enska | ENSK2AA05 | ENSK2BB05 | ENSK2BL05 | ENSK2BÁ05 | ||
Heilsa, lífstíll | HEIL1HL02 | HEIL1HN02 | HEIL1HS01 | HEIL1HÞ01 | HEIL1VÖ01 | |
Heimspeki | HEIM2SA05 | |||||
Íslenska | ÍSLE2MÁ04 | ÍSLE3FR05 | ÍSLE3LB05 | |||
Leiklist | LEIK1GR05 | LEIK1SF05 | LEIK2RT05 | LEIK3LS05 | LEIK3SA05 | |
LEIK2DL05 | LEIK3SH05 | LEIK3LK05 | LEIK2ST05 | |||
Líffræði | LÍFF1GL05 | |||||
Lokaverkefni | LOKA3LV05 | |||||
Læsi | LÆSI2NÁ10 | LÆSI2ME10 | ||||
Náms- og starfsval | NÁMS1AA01 | |||||
Saga | SAGA2SÖ05 | SAGA3MG05 | SAGA2LL05 | |||
Siðfræði | SIÐF2HS04 | |||||
Stærðfræði | STÆR2AJ05 | STÆR2LÁ05 | STÆR3FF05 | |||
Tungumálaval | FRAN/ÞÝSK1AA05 | FRAN/ÞÝSK1BB05 | FRAN/ÞÝSK1CC05 | |||
Valgreinar | VAL | VAL | VAL | |||
VAL | ||||||
32 einingar | 32 einingar | 35 einingar | 31 eining | 34 einingar | 36 einingar |