Brautinni er ætlað að veita nemendum innsýn í hinar ýmsu greinar sviðslista, s.s. leiklist, dans, söng, skrif og fleiri skapandi greinar. Auk sviðslistaáherslunnar er áhersla lögð á breiða almenna menntun sem veitir góðan grunn fyrir líf og starf og áframhaldandi nám.

Markmið brautarinnar er að nemendur kynnist hinum ýmsu hliðum og störfum innan sviðslistaheimsins og öðlist góða grunnmenntun í sviðslistum. Stúdentspróf af brautinni veitir því bæði markvissan undirbúning til frekara náms á því sviði auk þess sem það veitir nemendum góðan grunn undir almennt háskólanám og ýmis störf.

Forkröfur

Almenn inntökuskilyrði eru að nemendur hafi hlotið B eða hærra í ensku, íslensku og stærðfræði á grunnskólaprófi. Ef fleiri sækja um skólann en hægt er að innrita áskilur skólinn sér rétt til að velja þá nemendur sem hann telur hafa bestan undirbúning hverju sinni. Nánar er kveðið á um inntökuskilyrði í skólanámskrá.

Skipulag

Nám á kjörnámsbraut er fyrst og fremst bóklegt og samanstendur af kjarna og vali sem byggist á þeirri sérhæfingu sem nemandinn velur. Skipulagið byggir bæði á bekkjar- og áfangakerfi.

Námsmat

Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat sem fer fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara, í samræmi við skólanámskrá.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • takast á við nám á háskólastigi, sérstaklega í sviðslistum og öðrum skapandi greinum
  • taka þátt í upplýstri umræðu um umhverfismál og lífsskilyrði jarðarbúa, vísindi og tækni
  • geta tjáð sig skýrt og skipulega í ræðu og riti og fært rök fyrir skoðunum sínum á vandaðri íslensku
  • hafa tileinkað sér tölulæsi og meðferð talna
  • beita sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum
  • afla gagna, vinna úr, meta og miðla upplýsingum á gagnrýninn hátt
  • beita skapandi og gagnrýninni hugsun
  • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðissamfélagi
  • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
  • afla sér nýrrar þekkingar og viðhalda henni
  • gera sér grein fyrir eigin ábyrgð í vist- og umhverfismálum og hvernig hann getur miðlað reynslu sinni og þekkingu til góðs í átt að sjálfbærni
  • nýta sér almenna og góða þekkingu á náttúruvísindum

Áfangar

Kjarni

Námsgrein  1. þrep2. þrep3. þrep
Danska DANS 2AA05 2BB04 0 9 0
Enska ENSK 2AA05 2BB05 2FV05 3AE05 0 15 5
Heilsa, lífsstíll HEIL 1HL02 1HN02 1HS01 1HÞ01 1VÖ01 7 0 0
Heimspeki HEIM 2SA05 0 5 0
Íslenska ÍSLE 2MÁ04 3FR05 3LB05 0 4 10
Leiklist LEIK 1GR05 1SF05 2DL05 2RT05 2ST05 3LK05 3LS05 3SA05 3SH05 10 15 20
Líffræði LÍFF 1GL05 5 0 0
Lokaverkefni LOKA 3LV05 0 0 5
Læsi LÆSI 2ME10 2NÁ10 0 20 0
Náms- og starfsval NÁMS 1AA01 1 0 0
Saga SAGA 2LL05 2SÖ05 3MG05 0 10 5
Siðfræði SIÐF 2HS04 0 4 0
Stærðfræði STÆR 2AJ05 2LÁ05 3FF05 0 10 5
Einingafjöldi 165 23 92 50

Tungumálaval

Námsgrein  1. þrep2. þrep3. þrep
Franska FRAN 1AA05 1BB05 1CC05 15 0 0
Þýska ÞÝSK 1AA05 1BB05 1CC05 15 0 0
Einingafjöldi 15 15 0 0

Frjálst val

Nemendur taka 20 einingar í vali, þar af skulu a.m.k. 10 einingar tilheyra sérgreinum brautarinnar. Nemendur þurfa að hafa kröfur aðalnámskrár um hlutföll hæfniþrepa til hliðsjónar við val sitt.

Skipulag eftir önnum

 1. haust1. vor2. haust2. vor3. haust3. vor
Danska         DANS2AA05 DANS2BB04
Enska ENSK2AA05 ENSK2BB05 ENSK2BL05 ENSK2BÁ05    
Heilsa, lífstíll HEIL1HL02 HEIL1HN02 HEIL1HS01 HEIL1HÞ01   HEIL1VÖ01
Heimspeki           HEIM2SA05
Íslenska     ÍSLE2MÁ04  ÍSLE3FR05 ÍSLE3LB05   
Leiklist LEIK1GR05 LEIK1SF05 LEIK2RT05 LEIK3LS05 LEIK3SA05  
      LEIK2DL05 LEIK3SH05 LEIK3LK05 LEIK2ST05
Líffræði           LÍFF1GL05
Lokaverkefni           LOKA3LV05
Læsi LÆSI2NÁ10 LÆSI2ME10        
Náms- og starfsval           NÁMS1AA01
Saga     SAGA2SÖ05 SAGA3MG05 SAGA2LL05  
Siðfræði         SIÐF2HS04  
Stærðfræði STÆR2AJ05 STÆR2LÁ05 STÆR3FF05       
Tungumálaval FRAN/ÞÝSK1AA05 FRAN/ÞÝSK1BB05 FRAN/ÞÝSK1CC05       
Valgreinar       VAL VAL  VAL 
            VAL 
  32 einingar 32 einingar 35 einingar   31 eining 34 einingar  36 einingar