Brautinni er ætlað að veita nemendum góðan undirbúning fyrir háskólanám í heilbrigðisgreinum á borð við læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun o.fl. Brautin er í vinnslu, en nemendum sem innritast á náttúrufræðibraut vorið 2020 verður gefinn kostur á því að færast yfir á heilbrigðisbraut haustið 2021. Á brautinni verður meiri áhersla á líffræði og efnafræði en á náttúrufræðibraut, en einnig verður nokkur munur á brautunum í stærðfræði hvað varðar efnistök, niðurröðun eininga og niðurröðun efnisþátta.