Á Siglufirði í dag.
Á Siglufirði í dag.

Nemendur í menningarlæsi í 1. bekk fóru í námsferð til Siglufjarðar í dag.

Að vanda var farið á Sildarminjasafnið en auk þess í kynnisheimsókn hjá Genis, þar sem Jón Garðar Steingrímsson, gamall nemani MA, sagði frá fyrirtækinu, og í smiðju listakonunnar Aðalheiðar Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsinu. Þá var haft hádegishlé í Safnaðarheimilinu og séra Sigurður Ægisson spjallaði við gestina í kirkjunni á eftir. Þar spilaði einn úr nemendahópnum, Björn Helgi Björnsson í 1. bvekk V á píanó Prelúdíu op.3 nr. 2 í cis-moll eftir Rachmaninoff. Það var vel gert.

Frásögn á vefnum Sigldirdingur.is

Steingrímur Kristinsson (f. 1934) áhugaljósmyndari á Siglufirði tekur myndir og skrásetur sögu og atburði á Siglufirði flesta daga ársins. Hann tók þessa mynd þegar Sverrir Páll var að taka mynd af 1. bekk U og Sigríði Steinbjörnsdóttur við Roladsbrakkann í morgun.

Steingrímsmynd