Plokkararnir tóku sér stutta nestispásu í sólskininu
Plokkararnir tóku sér stutta nestispásu í sólskininu

Allskyns viðburðir hafa farið fram til fjáröflunar í góðgerðaviku Hugins og sagt hefur verið frá á ma.is. Hægt hefur verið að fylgjast með þeim í streymi á facebook, s.s. kajakróðri á Pollinum í 12 klst, gönguferð úr Fljótunum yfir á Siglufjörð og tónleikum TóMA. Í dag ætlar svo hópur stúlkna að tína rusl í 8 klst, þær hófu plokkið í morgunsólinni kl. 8 í morgun og verða að til kl. 16. Að þeirra sögn hefur bæði komið á óvart hvað sums staðar er mikið af rusli, t.d. í kringum MA, og eins hvað það er gefandi að plokka, ekki síst í svona góðu veðri. Safnað er fyrir Hollvinasjóð SAk og er stefnan sett á 500.000.

Útgáfu skólablaðsins Munins hefur venjulega verið gert hátt undir höfði á vordögum í maí, löngu hafa verið lengdar og ritstjórn blaðsins boðið upp á veitingar. Ritstjórn blaðsins stefnir þó að einhverri gleði á útgáfudeginum en hefur fundið aðrar lausnir á afhendingu blaðsins. Það verður afhent á MA planinu í  „drive through“ og sent í pósti fyrir þá sem eiga heima úti á landi.  

Kosningar Hugins og kynning á frambjóðendum verður einnig með öðrum hætti. Kosningarnar fara fram í næstu viku og verða rafrænar og á huginnma.is er hægt að sjá hverjir eru í framboði.