1. bekkur T. Mynd: Tryggvi Kristjánsson
1. bekkur T. Mynd: Tryggvi Kristjánsson

Það er vert að geta góðs árangur nemenda, en margir nemendur standa sig að jafnaði afar vel í námi.

Hæst í 1. bekk eru Snædís Hanna Jensdóttir 1U og Kjartan Valur Birgisson 1V með 9,83

Hæstur í 2. bekk er Árni Stefán Friðriksson 2X með 9,57

Hæstur í 3. bekk er Max Forster 3UV með 9,86

Besta skólasóknin og hæsta meðaleinkunnin var í 1T, meðaltal skólasóknar var 98,9% og meðaleinkunn bekkjarins var 8,3. Það er varla hægt að standa sig betur en þetta. Tryggvi Kristjánsson umsjónarkennari bekkjarins tók mynd af bekknum í stærðfræðitíma.

Skólinn óskar nemendum og 1T til hamingju með þennan góða árangur og ekki síður öllum þeim nemendum sem hafa lagt sig fram í námi og sýnt áhuga og tekið framförum. Það er alltaf gaman að kenna slíkum nemendum og læra af þeim í leiðinni.