Aldís Kara í Tallinn. Mynd fengin af heimasíðu Skautasambands Íslands
Aldís Kara í Tallinn. Mynd fengin af heimasíðu Skautasambands Íslands

Aldís Kara Bergsdóttir nemandi í 1. bekk tók þátt í Heimsmeistarmóti unglinga á skautum um helgina, fyrst Íslendinga. Mótið fór fram í Tallinn í Eistlandi. Aldís Kara stóð sig með stakri prýði, hlaut 44,85 stig fyrir æfingar sínar sem skilaði henni í 35. sæti af 48 keppendum.

Nánari útlistanir á æfingum Aldísar Köru má finna á heimasíðu Skautasambands Íslands sem og úrslit og myndir. Við óskum Aldísi til hamingju með árangurinn.