Nemendur eru hvattir til skapandi skrifa á bókasafni MA í tilefni af alþjóðlegum degi læsis
Nemendur eru hvattir til skapandi skrifa á bókasafni MA í tilefni af alþjóðlegum degi læsis

Bókasafnsdagurinn er haldinn í dag í 15. skipti. Þemað í ár er lestur er bestur fyrir sálina. Í dag er jafnframt alþjóðlegur dagur læsis. Á vef Stjórnarráðsins segir svo um daginn í dag: „Á þessum degi minnumst við mikilvægi læsis og hlutverki þess í að skapa það samfélag sem við viljum búa í, samfélag sem er réttlátt með jöfnum tækifærum til frama fyrir börn og ungmenni.“

Bókasöfn landsins brydda upp á ýmsum nýjungum og bjóða upp á skemmtileg viðfangsefni í tilefni dagsins. Á bókasafni MA eru nemendur hvattir til skapandi skrifa. Búið er að koma fyrir borði og stól á safninu þar sem hægt er að hvíla lúin bein og koma orðum á blað í sérstaka bók. Öllum er frjálst að láta hugann reika og skrá í bókina t.d. sögur, ljóð, hugleiðingar og teikningar.