Nemendur í 1G og 1X hvíla lúin bein við Nonnahús í haustgöngu nýnema
Nemendur í 1G og 1X hvíla lúin bein við Nonnahús í haustgöngu nýnema

Fyrsta árs nemar í áföngunum menningarlæsi og náttúrulæsi fóru í sína árlegu haustgöngu í dag. Átta bekkir dreifðust um bæinn í fylgd jafnmargra kennara og eins og hin fyrri ár gengu nemendur úr læsisáföngunum tveimur saman, samtals fjórir gönguhópar.

Haustganga nýnema hefur margvíslegt hlutverk. Nemendur læra um sögu, menningu og náttúru heimabyggðar á vettvangi, samvera utan kennslustofunnar flýtir gjarnan fyrir tengslamyndun í upphafi skólagöngu og í göngunni gefst jafnvel tækifæri til að bregða á leik úti í guðsgrænni náttúrunni.

Meðal áfangastaða í dag voru Hamarkotsklappir, Naustaborgir, kirkjugarðurinn á Naustahöfða og gamli Iðnskólinn svo eitthvað sé nefnt. Veður var gott, sólarglennur og lítilsháttar væta.