Arnar Már tekur við viðurkenningunni á Kjarvalsstöðum
Arnar Már tekur við viðurkenningunni á Kjarvalsstöðum

Arnar Már Arngrímsson, íslenskukennari við skólann, sendi nýverið frá sér skáldsöguna Sölvasaga Daníelssonar. Hún er sjálfstætt framhald Sölvasögu unglings sem kom út fyrir þremur árum og hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Um helgina var tilkynnt hvaða bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og er Sölvasaga Daníelssonar tilnefnd í flokki barna- og ungmennabókmennta. Sagan fjallar um hinn 19 ára gamla Sölva sem flyst til Akureyrar til að hefja nám við nýstofnaðan lýðskóla. Til hamingju Arnar Már!