Frá Árshátíð MA 2015. Mynd: Sverrir Páll Erlendsson
Frá Árshátíð MA 2015. Mynd: Sverrir Páll Erlendsson

Stóri dagurinn er runninn upp. Árshátíð MA er í kvöld, hin fyrsta síðan 2019. Undirbúningur hefur staðið um nokkurt skeið og spennan magnast með hverri klukkustundinni.

Eins og ávallt þegar nemendur blása til árshátíðarveislu eiga gestir von á góðu í Íþróttahöllinni í kvöld. Hlaðborð frá Bautanum og skemmtiatriði frá nemendum sjá viðstöddum fyrir næringu líkama og sálar. Tónlist og dans verða í aðalhlutverki þegar líður á kvöldið, nýjasta nýtt í bland við eldra efni. Flytjendur verða ekki af verri endanum; Friðrik Dór, Birnir, Dj Young Nazarethx, Inspector Spacetime og Þuríður og Hásetarnir. Þema kvöldsins er djúpsjávarnótt. Húsið opnar klukkan 18:00 en borðhald hefst klukkustund síðar.

Árshátíðarball hefst á miðnætti. Miðaverð við inngang er 4000 krónur.