Suðrænn inngangur á árshátíð MA
Suðrænn inngangur á árshátíð MA

Árshátíð MA er haldin í kvöld. Mikill undirbúningur liggur að baki hennar, nemendur sjá um að skreyta Höllina eftir ákveðnu þema, leggja á borð og klæða salinn í hátíðarbúning. Skemmtiatriði og veislustjórn er líka í þeirra höndum. Hefð er fyrir því að nemendur á lokaárinu klæðist þjóðbúningi á árshátíðinni; að þessu sinni er um merkileg tímamót að ræða því tveir árgangar munu brautskrást í vor. Það verða því alls 350 nemendur í þjóðbúningi í kvöld. Árshátíðin var lengi vel ævinlega haldin 1. desember eða eins nálægt fullveldisdeginum og hægt var en þegar haustannarprófin færðust fram fyrir jól færðist árshátíðin einnig framar.