Ástin er alltumlykjandi í MA
Ástin er alltumlykjandi í MA

Ást og kærleikur eru fyrirferðarmikil þemu í árlegri Ástarviku Hugins sem nú stendur yfir í MA. Meðal elskulegheita sem nemendum stendur til boða  er ástarkvöldvaka, rökræður um ástina, spartifatadagur, ullarsykur (candy floss) og rómantískt sjónvarpsefni í Kvos. Þetta er þó aðeins brot af því sem verður í boði dagana 13.  – 17. febrúar. Fullt borð af sætindum mætti nemendum þegar þeir mættu í skólann í morgun, e.t.v. hlaðborð ástarinnar. Hvaða huggulegheit ætli verði á boðstólnum á morgun, Valentínusardag?