Ást og huggulegheit í MA dagana 10.-14. febrúar
Ást og huggulegheit í MA dagana 10.-14. febrúar

Ástin svífur yfir vötnum í Menntaskólanum á Akureyri þessa vikuna. Huginn, skólafélag MA, stendur fyrir ástarviku dagana 10. – 14. febrúar.

Mikið verður um að vera alla dagana, frá morgni og fram eftir degi. Þá eru kvöldin ekki undanskilin. Meðal þess sem verður í boði er kvöldvaka, kvikmyndasýning og ástarsöngsalur.