Kór MA á árshátíð skólans árið 2011
Kór MA á árshátíð skólans árið 2011

Kórastarf hefur löngum glætt skólastarfið lífi í Menntaskólanum á Akureyri. Jafnan hefur skólakórinn komið fram opinberlega nokkrum sinnum á ári og þá gjarnan í tengslum við hina ýmsu viðburði á vegum skólans.

Kórinn sem gengur einnig undir nafninu SauMA, Söngfélag Menntaskólans á Akureyri, hefur nú tekið til starfa að nýju eftir hlé síðasta vetur. Kórstjóri er Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir. Birna er öllum hnútum kunnug þegar kemur að tónlist í MA en hún er fyrrverandi konsertmeistari skólans. Birna lauk framhaldsprófi í píanóleik síðastliðið vor.