Nemendur sungu og gæddu sér á bollum á bolludaginn
Nemendur sungu og gæddu sér á bollum á bolludaginn

Líf og fjör var í dag á mánudegi í föstuinngangi, sjö vikum fyrir páska. Í tilefni dagsins bauð skólafélagið Huginn upp á dýrindis bollur af öllum stærðum og gerðum í Kvosinni. Áður en bollurnar runnu ljúflega niður í maga sungu nemendur hástöfum.

Óhætt er að segja að bollurnar hafi fallið í kramið því þær kláruðust á fáum augnablikum. Nemendur og starfsmenn mættu aftur til kennslu að loknum frímínútum, saddir og sælir eftir söng og sætindi bolludagsins.