Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að bjóða drengjum fæddum 2008–2010 upp á bólusetningu við HPV (Human papilloma veirum) sem meðal annars geta valdið krabbameini í hálsi og víðar og vörtum á kynfærum. Bóluefnið Gardasil 9 verður notað og boðið er upp á einn skammt. Hér (https://island.is/hpv-human-papilloma-virus) má finna frekari upplýsingar um bólusetningarátakið.


Boðið verður upp á þessa bólusetningu í MA og VMA í janúar og svo á Heilsugæslunni á Akureyri í byrjun febrúar fyrir þá sem ekki eru í námi í framhaldsskólunum. Bólusetningar í MA fara fram í afgreiðsluherberginu við aðalinnganginn á Hólum þriðjudaginn 20. janúar kl. 9-12 og svo miðvikudaginn 28. janúar kl. 9-12 (á skrifstofu húsvarða). Einungis verða bólusettir þeir drengir sem EKKI hafa fengið HPV-bólusetningu áður. Hér er hægt að lesa um HPV veirusýkingar (https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/hpv-veirusyking/).

Á skjám skólans, Instagram síðu Hugins/skólans og á upplýsingatöflum verða auglýsingar um bólusetningarnar og QR-kóðinn í auglýsingunni vísar inn á upplýsingasíðu varðandi bólusetningarátakið.