Fastur liður á Dimissio er að neðribekkingar bera stúdentsefnin niður í Kvos þar sem þau gangast undir margar þrautir. Með bundið fyrir augun er farið um flókna þrautabraut í Kvosinni sjálfri og síðan út um suðurdyr þar sem við tekur enn flólnari og harðari þrautabraut og að þessu sinni óvenjuvatnsmikil. Sem betur fer sleppa allir við skaða. Þegar þessu er lokið fara stúdentsefnin í bað í Íþróttahúsinu, sem enn er kallð Fjós þótt aldrei hafi þar stigið inn ferfætt dýr nema köttur og mús. Þá er farið í búninga og eftir grillaðar pylsur hefjast kveðjur kennara. Myndir af þessu eru á Facebooksíðu skólans.

Bornir út 2018