Siðameistararnir Anna Sigríður og Rannveig
Siðameistararnir Anna Sigríður og Rannveig

 Þótt vorönnin sé rétt nýhafin er þegar farið að huga að undirbúningi fyrir brautskráningu 17. júní, enda verður hún einstök að því leyti að tveir árgangar brautskrást, rúmlega 340 nemendur. Brautskráningin verður þó með svipuðum hætti og venjulega og fer fram frá Íþróttahöllinni að morgni 17. júní. Um kvöldið verður að venju sameiginleg veisla í Höllinni en vegna fjölda nýstúdenta þarf að takmarka gestafjölda, líklega við að hámarki þrjá með hverjum stúdent.

Siðameistarar eru að þessu sinni tveir, Anna Sigríður Davíðsdóttir og Rannveig Ármannsdóttir. Þær eru þegar farnar að funda með nemendum í 3. og 4. bekk til að fara yfir skipulagið. Hver bekkur tilnefnir fulltrúa í nefndir sem skipuleggja viðburði tengda brautskráningu og skemmtiatriði í veislunni 17. júní, dimissionefnd, skemmtinefnd og svokallaða sparifatakaffinefnd. Að auki munu nemendur skipa ritstjórn Carminu.