- Skólinn
- Skólinn og starfið
 - Fólk og félög
 - Sýn, stefnur og mat
 - Hús skólans
 
 - Námið
 - Þjónusta
 
Á degi íslenskrar tungu hafa nemendur farið um skóla, gengið í bekki og lesið upp íslensk ljóð, hengt upp á veggi sýnishorn af íslenskum ljóðum og auk þeirra eitt og annað um málfar Íslendinga. Dagskráin er í höndum nemenda og meðal annars má nefna að í dag kom upp á vegg milli stofu 4 og 5 á Hólum fyrsta veggverkið af mörgum fyrirhuguðum. Það er ljóðið Skrifræði eftir Grétu Kristínu Ómarsdóttur.
Kennarar hafa auk þessa haft hugleiðingar um íslenskt mál og lesið upp í kennslustundum og síðari hluta dags, klukkan 17.30, verður dagskráin Var Jónas að grínast? á Sal í Gamla skóla.