Dagur íslenskrar tungu í Kvosinni
Dagur íslenskrar tungu í Kvosinni

Dagur íslenskrar tungu er í dag. Dagurinn er jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar (1807) og Jóns Sveinssonar, Nonna (1857). Venja er á þessum degi að hringja á Sal í MA, þ.e. ef daginn ber ekki upp á helgi eins og tilfellið er nú í ár. Gjarnan er boðið upp á gestafyrirlesara eða heimatilbúna dagskrá af þessu tilefni. Hugmyndin með deginum er að beina athygli að stöðu tungunnar, gildi hennar og mikilvægi í gegnum söng og upplestur.

Dagskráin á degi íslenskrar tungu í Kvosinni hefur verið afar fjölbreytt undanfarin ár. Hér eru aðeins örfá dæmi í máli og myndum.

Til hamingju með daginn.