Stoðteymið sér um sérúrræði í prófum
Stoðteymið sér um sérúrræði í prófum

Ágætu nemendur

Nú líður að próftíð og þeir sem eiga rétt á sérúrræðum í prófum og vilja nýta sér þau, verða að sækja um þau sérstaklega fyrir 1. desember.

Nemendur með greiningar á sértækum námsörðugleikum geta sótt um að fá prófin á lituðum pappír og Mp3 spilara í prófum eins og t.d. tungumálaprófum þar sem prófin eru lesin inn.

Sækja þarf um sérúrræði á Innu undir skrá sérúrræði. Ekki þarf að sækja sérstaklega um lengri próftíma þar sem ALLIR nemendur fá viðbótartíma.

Varðandi sértæka námsörðugleika og aðrar greiningar þá þarf að skila greiningum til námsráðgjafa.

Heimir og Lena