Kæru nemendur

Í ljósi nýjustu tíðinda þá leggjum við áherslu á þau bjargráð sem Rauði krossinn leggur til á streituvaldandi tímum. Þrátt fyrir lokun skóla verðum við, náms- og starfsráðgjafar og sálfræðingur, áfram til staðar og langbest er að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst og við munum geta haft samband við ykkur í gegnum síma ef þörf er á. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður er mikilvægt að halda í jákvæðnina og sinna bæði námi og heilsu og reyna að lifa sem eðlilegustu lífi.

Hlýjar kveðjur

Lena, Heimir og Stína

lena@ma.is heimir@ma.is kristinelva@ma.is