Fv. Janík Martin varadeildarforseti, Erika Halasová forstjóri lífvísindadeildar Jessenius háskóla, R…
Fv. Janík Martin varadeildarforseti, Erika Halasová forstjóri lífvísindadeildar Jessenius háskóla, Runólfur Oddsson ræðismaður Slóvakíu á Íslandi, Andrea Calkovská deildarforseti Jessenius læknaháskóla og Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi MA.

Menntaskólinn á Akureyri og Jessinus læknaháskólinn í Martin í Slóvakíu hafa verið í samstarfi styrktu af Evrópusambandinu undanfarin misseri.

Eins og áður hefur sagt frá á ma.is er Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi  í heimsókn við háskólann í Martin þar sem hátt í 200 íslenskir nemendur stunda nám í læknisfræði.

Auk þess að heimsækja skólann hittir Heimir Jan Danko borgarstjóra Martin ásamt Runólfi Oddssyni ræðismanni Slóvakíu á Íslandi.

Að sögn Heimis er það einróma vilji þeirra aðila sem komu að þessu samstarfsverkefni að halda samstarfinu áfram. 

Hér eru frekari upplýsingar um samninginn og samstarfið.