Þessi vika er evrópsk íþróttavika. Allar vikur er mikil áhersla á hreyfingu og útivist í skólanum og…
Þessi vika er evrópsk íþróttavika. Allar vikur er mikil áhersla á hreyfingu og útivist í skólanum og íþróttamót nemenda eru eftir hádegi flesta föstudaga. En í tilefni evrópsku íþróttavikunnar verður fræðslufyrirlestur á Sal fyrir 1. bekkinga og margvíslegt uppbrot og viðburðir sem íþróttadeildin skipuleggur. Hápunktinum verður svo náð í næstu viku með Brunnárhlaupinu.