Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir fulltrúi 25 ára stúdenta. Mynd: Páll A. Pálsson
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir fulltrúi 25 ára stúdenta. Mynd: Páll A. Pálsson

Við brautskráningu ár hvert er tilkynnt um úthlutanir úr Uglusjóði - Hollvinasjóði MA. Í stjórn sjóðsins í ár sátu Jóhann Sigursteinn Björnsson fyrir hönd starfsmanna MA, Enok Atli Reykdal forseti Hagsmunaráðs, Ragnar Hólm Ragnarsson fjármálastjóri MA og Aðalheiður Jóhannesdóttir fulltrúi 25 ára stúdenta 2024. Sú síðastnefnda hélt ávarp fyrir hönd 25 ára stúdenta á brautskráningunni og tilkynnti þá jafnframt um úthlutanir úr sjóðnum.

Eftirtalin hljóta styrk:

 • Benjamín Þorri Bergsson f.h. Hugins: Húsgögn í Huginskompu.
 • Bjartmar Svanlaugsson f.h. Hugins: Ferðahátalari og áskrift að tónlistarforritinu Logic Pro.
 • Óskar Þórarinsson f.h. sjoppuráðs: Nýr kælir í sjoppuna.
 • Reynir Þór Jóhannsson f.h. Málfó: Þjálfunar- og ferðakostnaður vegna Gettu betur og Morfís.
 • Úlfhildur Embla Klemenzdóttir f.h. Munins: Myndavél fyrir skólablað Munins.
 • Einar Aðalsteinn Brynjólfsson og Brynjar Karl Óttarsson: Rannsókn, flokkun og skráning á munum og gögnum í eigu skólans.
 • Eyrún Huld Haraldsdóttir: Styrkur til fjármögnunar heimsókna listafólks.
 • Geir Hólmarsson: Námsefnisgerð í stjórnmálafræði.
 • Ingibjörg Magnúsdóttir: Námsefnisgerð fyrir heilsu- og lífstílsáfanga.
 • Kristinn Berg Gunnarsson: Námsefnisgerð í menningarlæsi.
 • Tryggvi Kristjánsson: Námsefnisgerð í stærðfræði fyrir 1. ár náttúrufræðideildar
 • Valdís Björk Þorsteinsdóttir: Námsefnisgerð í líkindafræði.