- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Söngur ómaði um Langagang í Gamla skóla í morgun. Nemendur mættu syngjandi á fund skólameistara og óskuðu eftir leyfi til að syngja áfram á sal. Leyfið var veitt og hópurinn marseraði í Kvos. Þar héldu nemendur uppteknum hætti og starfsfólk tók undir í söngnum við píanóundirleik Írisar Ísafoldar Sigurbjartsdóttur konsertmeistara. Á lagalista dagsins voru þekktir slagarar eins og Gordjöss, Draumaprinsinn og Draumur um Nínu.

