Nemendur í áfanganum RAUN3UI05
Nemendur í áfanganum RAUN3UI05

Á vorönn býður skólinn upp á nýjan valáfanga: Undirbúning fyrir inntökupróf Læknadeildar HÍ (RAUN3UI05). Megintilgangur áfangans er að aðstoða nemendur við að búa sig undir inntökupróf Læknadeildar Háskóla Íslands, fyrir læknisfræði og sjúkraþjálfun,  sem haldið er í júní ár hvert. Áfanginn getur þó einnig nýst nemendum sem hyggja á annað krefjandi raungreinanám, s.s. læknisfræði erlendis, dýralækningar, tannlækningar, hjúkrunarfræði eða verkfræði svo fátt eitt sé nefnt.

Alls koma sex kennarar að áfanganum. Fimm kennarar skipta með sér kennslu helstu greina sem liggja til hliðsjónar við gerð inntökuprófsins, það er náttúrufræði, stærðfræði, efnafræði og líffræði, auk umsjónarkennara sem sér m.a. um utanumhald áfangans, bókun gestafyrirlesara og yfirferð á A-hluta inntökuprófsins (almenn þekking).

Alls völdu 39 nemendur, af 3. og 4. ári, áfangann og strax í fyrstu kennsluviku skólaársins fengu þeir gestafyrirlesara í heimsókn. Bríet Einarsdóttir, fyrrum nemandi skólans og læknakandídat, spjallaði við nemendur um námið í MA, inntökuprófið og nám í læknisfræði.

Brynja Finnsdóttir, fagstjóri í raungreinum