Fjölbreytt dagskrá verður í skólanum dagana 25.-29. mars
Fjölbreytt dagskrá verður í skólanum dagana 25.-29. mars

Skólafélagið Huginn stendur í ströngu þessa vikuna. Fjölbreytt dagskrá verður í boði nemenda og jafnvel starfsmanna í einhverjum tilfellum. Góðgerðarvika stendur yfir frá mánudegi til föstudags. Ratatoskur verða um miðbik vikunnar.

Markmið góðgerðarviku er að standa fyrir fjársöfnun til styrktar góðu málefni með söfnun áheita. Á þriðjudag og miðvikudag eru opnir dagar, Ratatoskur og fer kennsla þá fram fyrstu tvær kennslustundirnar. Eftir það bjóða nemendur upp á hin ýmsu námskeið.

Til útskýringar má geta þess að heitið á þessum tveimur uppbrotsdögum er fengið úr norrænni goðafræði. Í Snorra-Eddu, Gylfaginningu, segir frá íkorna sem hljóp upp og niður Ask Yggdrasils og bar öfundarorð á milli arnarins og Níðhöggs. Íkorninn hét Ratatoskur.

Um íkornann Ratatosk segir svo í Snorra-Eddu:

Ratatoskr heitir íkorni,
er renna skal
at aski Yggrdrasils;
arnar orð
hann skal ofan bera
ok segia Níðhöggvi niðr.

Á heimasíðu Hugins má sjá dagskrá á Ratatosk 2019.