Að venju var tilkynnt um úthlutun úr Uglusjóði við brautskráningu 17. júní.

Þann 17. júní 2009 stofnuðu 25 ára stúdentar, sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri 1984, Ugluna, sem er hollvinasjóður MA. Hlutverk sjóðins er að styðja við þróun og nýsköpun í skólastarfi Menntaskólans á Akureyri.  Sjóðnum er ætlað að vera stuðningur við þróunarstarf í MA en jafnframt vettvangur fyrir nemendur og starfsmenn að leita til um önnur mál tengd skólastarfinu.

Hægt er að skrá sig sem hollvin sjóðsins og styrkja þannig sjóðinn um 3000 krónur á ári. 

Úthlutun 2019:

FemMa - Viðburðir í jafnréttisviku

Þórhildur Björnsdóttir – Rútuferð fyrir jarðfræðinemendur á 2. ári

Jóhann Sigursteinn Björnsson – Námsefnisgerð í stærðfræði fyrir 10. bekk

Bjarni Jónasson - Endur- og viðbætur á kennsluhefti í heimspeki

Íris Björg Valdimarsdóttir fyrir hönd ÍMA - Viðburða- og búnaðarkaup

Alfreð Steinar fyrir hönd Hugins Vefmyndavélar, tölvubúnaður og sófi

Þórhildur Björnsdóttir og Jóhann Sigursteinn Björnsson - Kennslubækur í eðlisfræði

Ritstjórn Munins fyrir hönd FálMA - Ljósabúnaður fyrir myndatökur í Skólablaðið Muninn

Stefán Þór Sæmundsson og Kolbrún Halldórsdóttir - Rafrænt og grípandi bókmenntayfirlit

Guðjón H. Hauksson - Kaup á kapli fyrir tölvur í Kvosinni

Tjörvi Jónsson fyrir hönd FálMa - Kaup á ljósmyndabakgrunni og klippiforriti

Skemmtanastjóri fyrir hönd TæMA - Kaup á snúrum, monitor og eflingu TæMA