Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir
Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir

Nemendur og starfsmenn MA deila upplifunum sínum af námi og kennslu í samkomubanni með lesendum ma.is.

Ég heiti Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir og er í fyrsta bekk á náttúrufræðibraut.

Eftir að skólinn lokaði vegna samkomubanns hefur mikið breyst í náminu og er allt nám í fjarnámi. Mér hefur gengið frekar vel að halda mig við námið og stór hluti af því er að vera skipulögð og halda einbeitingu, en það sem hefur líka hjálpað mér mjög mikið er að geta verið í gamla grunnskólanum mínum með aðstöðu og breyta aðeins um umhverfi í stað þess að vera alltaf heima. Ég er á heimavistinni og það er mjög gott að geta verið aðeins heima með fjölskyldunni, en á sama tíma þá saknar maður vinanna og félagslífsins mikið en þar kemur tæknin sér vel og getur maður bara hringt á milli.

Það kom mér mikið á óvart hvað allt hefur gengið smurt, að halda sér á áætlun og ná sambandi við kennara og það var mjög skemmtilegt að sjá myndbandið af þeim dansandi. En jafnvel þótt það sé gott að geta verið heima, þá hlakka ég mikið til að koma aftur á Akureyri.