Hafdís, Anna, Béata, Mette og Ágota í Gladsaxe Gymnasium
Hafdís, Anna, Béata, Mette og Ágota í Gladsaxe Gymnasium

MA er þátttakandi í Erasmus+ verkefni ásamt skóla í Budapest. Verkefnið kallast „Supporting Students' and Educators' Mental and Physical Well-being in Challenging Times“. Verkefninu er ætlað að kanna andlegt ástand nemenda eftir covid-tímabilið og finna leiðir til úrbóta. Fulltrúar skólanna beggja hittust á undirbúningsfundi í Kaupmannahöfn um liðna helgi. Fyrsta daginn var fundað í Gladsaxe Gymnasium þar sem Mette Praestiin Brandt, áfangastjóri, tók á móti hópnum og sýndi þeim skólann. Sérstaklega var horft til aðstöðu nemenda og hvernig hún getur skapað hvetjandi námsumhverfi og haft áhrif á líðan þeirra. Í framhaldinu var fundað um næstu skref verkefnisins og Mette, sem hefur mikla reynslu af Erasmus+verkefnum, gaf góð ráð sem nýttust í áframhaldandi vinnu. Meðal efna sem rætt var um og unnið að voru niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir nemendur beggja skólanna, bjargráðin átta sem á að búa til á næsta vinnufundi og hver ávinningur verkefnisins á að vera.

Anna Eyfjörð