Oft er Erlingur Sigurðar nefndur yfir kaffinu
Oft er Erlingur Sigurðar nefndur yfir kaffinu

Í dag kveðjum við Erling Sigurðarson skáld og fyrrverandi íslenskukennara við Menntaskólann á Akureyri. Erlingur kenndi við skólann frá 1978 til ársins 1997 þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Erlingur var aðsópsmikill kennari, kvað skýrt að og lá hátt rómur. Hann hafði sterkar skoðanir, vildi ekkert hálfkák og alls ekki gagnvart íslensku máli. Erlingur var mikill ljóðaunnandi og kunni heilu ljóðasöfnin og flutti ljóð svo unun var á að hlýða. Þegar hann gaf út eigin ljóðabækur kom í ljós magnað og tilfinningaríkt skáld. Erlingi var tamt að leiðsegja og naut ég þess þegar ég kom að skólanum. Ég kveð vin og félaga með trega.

Menntaskólinn á Akureyri minnist Erlings með söknuði og sendir fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur.

Menntaskólanum á Akureyri, 22. nóvember 2018.

Jón Már Héðinsson
Skólameistari

Heiðursskjöldur Ólsen-ólsen meistara