Ert þú búin/nn að fá nóg af lélegri endingu tækja og búnaðar?

Restart Ísland hópurinn hýsir vinnustofur í FabLab-aðstöðu Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem þátttakendur geta komið með biluð raf- og rafeindatæki og fengið aðstoð frá sjálfboðaliðum okkar við að gera við tækin sín. Þannig komum við í veg fyrir ótímabæra sóun raftækjanna. Vinnustofurnar eru ókeypis og opnar öllum.

VIÐGERÐARBYLTINGIN ER KOMIN TIL AKUREYRAR um Restart á Akureyri

Myndband sem sýnir og skýrir Restart-verkefnið

Restart fréttatilkynning um Restart á Akureyri