Nemendur í 1A endurskapa listaverk.
Nemendur í 1A endurskapa listaverk.

Á mála- og menningarbraut er kenndur áfangi sem heitir Lönd og menning þar sem nemendur kynna sér Evrópu frá ýmsum hliðum. Talsverð áhersla er á að kynna sér list í víðri merkingu þess orðs og eitt verkefni áfangans gengur út á að fjalla um evrópska myndlistamenn og -konur, ljósmyndara, arkitekta og högglistamenn frá ýmsum tímum. Að þessu sinni fjölluðu nemendur um Doru Maar, Picasso, Michaelangelo, Hundertwasser, Claude Monet og Da Vinci. Nemendur héldu kynningar um þessa listamenn þar sem fjallað var um líf og störf þeirra, listastefnur og helstu verk. Hluti verkefnisins er að gera endurgerð af frægu verki listamannsins sem hópurinn fjallar um og hafa nemendur afar frjálsar hendur varðandi formið á endurgerðinni. Það má með sanni segja að hópurinn í ár er afar listrænn og oft mátti vart milli sjá hvað var frumgerðin og hvað endurgerðin.  

Fleiri listaverk og endurgerðir má sjá á facebook- síðu skólans. 

Anna Eyfjörð.