Nemendur kynna Króatíu á Evrópudegi
Nemendur kynna Króatíu á Evrópudegi

Nemendur í 1.A kynntu lokaverkefni áfangans Lönd og menning þann 17. maí 2018. Áfanginn er áfangi sem er bara á mála- og menningarbraut og snýst um að kynnast löndum, menningu og tungumálum Evrópu. Löndin sem nemendur kynntu eru Spánn, Ítalía, Portúgal, Slóvenía, Króatía, Ungverjaland, Grikkland, Ungverjaland og Tyrkland. Nemendur fjölluðu almennt um löndin, tónlist þeirra og tungumál, mat, framleiðsluvörur, kenndu dans og ýmislegt fleira. Kynningin heppnaðist ljómandi vel og gestir voru ánægðir. Myndir frá Evrópudeginum eru á Facebooksíðu skólans.

Evrópudagurinn í MA - tengill í ljósmyndir á Facebook