Eyrún Gígja með bókina sína.
Eyrún Gígja með bókina sína.

Eyrún Gígja Káradóttir líffræðikennari hefur gefið út barnabókina Ada og afmælisgjöfin. Bróðir Eyrúnar, Arnór Kárason, myndskreytir. Þetta er fyrsta bók Eyrúnar Gígju og henni er ætlað að efla náttúrulæsi barna. Eins og segir í formála bókarinnar: Að þekkja náttúruna skiptir máli, því meira sem við vitum um umhverfi okkar því vænna þykir okkur um það. 

Til hamingju með bókina Eyrún Gígja!