Nemendur kepptu í bollukappáti á bolludaginn
Nemendur kepptu í bollukappáti á bolludaginn

Sól hækkar á lofti og félagslíf í skólanum er smám saman að færast í eðlilegt horf eftir heimsfaraldur. Eitt og annað skemmtilegt hefur drifið á daga nemenda frá því að sóttvarnaraðgerðum var aflétt í lok febrúar.

Rjómabollur voru fyrirferðarmiklar í Kvosinni á bolludaginn þar sem boðið var upp á kappát og mikinn rjóma. Daginn eftir sameinuðu nemendur sprengidag og öskudag undir heitinu spröskudagur og slógu þannig tvær flugur í einu höggi. Ekki aðeins slógu nemendur flugur heldur og gamla góða köttinn svo sælgætið flæddi um gólf Kvosarinnar úr tunnunni góðu. Í dag er námsmatsdagur en jafnframt öskudagur og því aldrei að vita hvaða furðuverur eru á ferli.

Rúmur mánuður er fram að páskafríi. Meðal þess sem framundan er í félagsstarfi nemenda er Ratatoskur, frumsýning hjá LMA og árshátíð. Daginn er tekið að lengja.