3. bekkur T stóð sig feykilega vel á haustönn. Á myndinni eru þau í siðfræði í G15.
3. bekkur T stóð sig feykilega vel á haustönn. Á myndinni eru þau í siðfræði í G15.

Það lifnaði yfir skólahúsunum í gær þegar allir nemendur mættu í skólann. Sóttvarnir eru mjög mikilvægar og öll erum við á tánum að fylgja þeim. Starfsemi félaga í skólanum er hafin að einhverju leyti, innan þeirra takmarkana sem ríkja. Fyrsti samlestur LMA var í gær en leikfélagið stefnir að því að setja upp glænýjan söngleik í mars. Bekkjakeppni í íþróttum er í undirbúningi og málfundafélagið býr sig undir keppni í MORFÍS.

Í lok hverrar annar er rýnt í námsmat annarinnar og fagstjórar sögðu á fyrsta kennarafundi vorannar frá árangri og breytingum í sínum greinum.

Margir nemendur standa sig að jafnaði afar vel. Þau sem efst voru í hverjum árgangi voru: Guðrún María Aðalsteinsdóttir 1T, Róbert Tumi Guðmundsson 2T og María Arnarsdóttir 3VX, með meðaleinkunn 9,8 eða 9.9.

Hæsta meðaleinkunn bekkjar var 8,5 í 3T og nemendur í 1T mættu að meðaltali best.

Skólinn óskar nemendum og bekkjum til hamingju með þennan góða árangur.