Stjórn FemMa
Stjórn FemMa

FemMA – Femínistafélag Menntaskólans á Akureyri hlaut á sumardaginn fyrsta Mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar í flokki félagasamtaka fyrir að vinna gegn staðalímyndum kynjanna. Í rökstuðningi fyrir viðurkenningunni segir: ,,Félagar FemMA hafa í þessu skyni staðið fyrir fjölbreyttum viðburðum í skólanum, bæði ein sér og í samstarfi við önnur félög. FemMA hefur til að mynda fengið Öfga til að halda fræðslufund, tekið þátt í Gleðidögum í skólanum og staðið fyrir mótmælum gegn kynferðisofbeldi í samstarfi við PrideMA sem er hinseginfélag MA.“

Til hamingju FemMA.

Hér má sjá myndband af því þegar Amtsbókasafnið, Fayrouz Nouh og FemMA fengu mannréttindaviðurkenningar.