Nemendur í menningarlæsi í vettvangsferð á Siglufirði
Nemendur í menningarlæsi í vettvangsferð á Siglufirði

Í tengslum við UTÍS 2022 voru, í samstarfi við Samtök áhugafólks um skólaþróun og N4, útbúin nokkur myndbönd sem kallast Ferðalag um íslenskt skólakerfi. Þau fjalla um áhugaverð verkefni í leik-, grunn-, og framhaldsskólum landsins.

Eitt af þessum verkefnum er frá MA, frumkvöðlaverkefni sem unnið er í áfanganum menningarlæsi á fyrsta ári. Sigríður Steinbjörnsdóttir íslenskukennari segir frá verkefninu og markmiðum þess í myndbandinu.

Nú í nóvember eru sýndir þættir á N4, Ferðalag um íslenskt skólakerfi, þar sem myndböndin eru umfjöllunar. Í hverjum þætti eru fengnir sérfræðingar til að ræða verkefnin og annað þróunarstarf í skólunum. Þátturinn um framhaldsskólann verður sýndur í lok nóvember og sérfræðingarnir verða Hildur Hauksdóttir enskukennari við MA og Guðjón H. Hauksson formaður FF.

Myndbandið um frumkvöðlaverkefnið í menningarlæsi má sjá hér