Grænfáninn eftirsótti
Grænfáninn eftirsótti
Okkar fjórði Grænfáni er kominn í hús!
 

Á vef Landverndar má lesa um Grænfánann:

,,Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. 

Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. 

Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education"

Afhending fánans var rafræn að þessu sinni og má sjá myndskeiðið hér.
 
Ekki missa af sérstakri MA hvatningu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, alveg í lokin.