Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna er haldin í október ár hvert. Afhending viðurkenninga fyrir efstu sæti á neðra og efra stigi í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema verður síðdegis þriðjudaginn 29. október í Háskólanum í Reykjavík. Í hópi þeirra sem fá viðurkenningu fyrir góða frammistöðu eru fjórir MA-ingar, Ingi Hrannar-Pálmason og Óðinn Andrason á neðra stigi og Brynja Marín Bjarnadóttir og Friðrik Snær Björnsson á efra stigi. Alls tóku 306 nemendur þátt í forkeppninni að þessu sinni úr 15 framhaldsskólum á landinu.