Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2018
Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2018

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2018 verður haldin laugardaginn 17. mars á vegum Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri.  Líkt og síðustu ár verður Háskólinn á Akureyri með vinnuaðstöðu fyrir lið héðan af svæðinu og því harla einfalt að taka þátt. Keppt er í tveimur deildum, önnur fyrir byrjendur og hin fyrir lengra komna. Lið þurfa að tilkynna þátttöku í síðasta lagi 7. mars.

MA-ingar hafa staðið sig frábærlega síðustu tvö ár og hafnað í verðlaunasætum bæði árin. Kynnið ykkur endilega upplýsingar um keppnina á http://www.forritun.is og fylgist með https://www.facebook.com/Forritunarkeppniframhaldsskolanna/

Áhugasamar og -samir, hafið endilega samband við Ingvar Þór Jónsson, ingvar@ma.is.

Þess má geta að MA sigraði forritunarkeppnina árið 2016, í fyrsta sinn sem skólinn tók þátt, og í fyrra urðu lið frá MA í 2. og 5. sæti.