Karl Frímannsson skólameistari, Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari og Katrín Jakobsd…
Karl Frímannsson skólameistari, Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, er stödd á Akureyri í dag en hún býður til opins samráðsfundar kl. 16 í Hofi þar sem rætt verður um sjálfbæra þróun á Íslandi. Hún nýtti norðurferðina og leit við í MA og hitti þar skólameistara og aðstoðarskólameistara. Hún ætlaði einnig að heimsækja VMA. Við þökkum forsætisráðherra fyrir innlitið og áhugaverðar umræður.