- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Við grömsum í vínylplötusafni skólans á föstudögum til jóla. Við rifjum upp vel valdar íslenskar safnskífur sem plötusnúðar TóMA þeyttu á dansiböllunum í Möðruvallakjallara á níunda áratugnum og tengjum kynslóðir í MA saman með því að setja plöturnar undir nálina alla föstudagsmorgna.
Komið er að síðustu Föstudagsplötu vikunnar í bili. Nú þegar aðventan er gengin í garð og styttist í jól er við hæfi að draga fram tvær jólasafnplötur úr safninu góða. Jól alla daga kom út árið 1986, Jólagestir ári síðar. Tvær plötur sem löngu eru orðnar að klassík í íslenskri tónlistarsenu. Jólalögin fá að hljóma fram eftir morgni þennan síðasta "plötudag" ársins áður en plötuspilaranum verður komið fyrir í geymslu tímabundið. Handan áramóta bíður vinna við að fara enn betur í gegnum plötusafn skólans, flokka og miðla. Að sjálfsögðu tökum við upp þráðinn á nýju ári og setjum fleiri plötur úr safninu undir nálina. Af nógu er að taka.