Nemendur í útikennslustund í blíðviðrinu í ágúst.
Nemendur í útikennslustund í blíðviðrinu í ágúst.

Miðvikudagskvöldið 15. september, kl. 20, verður haldinn rafrænn kynningarfundur fyrir foreldra. Hlekkurinn að fundinum var sendur foreldrum í tölvupósti á mánudaginn en má einnig finna hér. Á fundinum verður námið lítillega kynnt, m.a. læsisáfangarnir á 1. ári, farið yfir stoðþjónustuna og nýnemafræðslu og sitthvað fleira. Hægt verður að spyrja spurninga eða koma með athugasemdir á spjallþræði meðan á fundi stendur og mögulega gefst einnig tími fyrir spurningar í lok fundar.

Vonumst til að sjá sem flesta á fundinum í kvöld.